Héðinn hefur tekið í notkun nýja fimm ása fræsivél til viðbótar við þá sem fyrir var. Nýja fræsivélin er sömu gerðar og sú sem fyrir var, Mazak VTC 800/30SR. Þetta eru stærstu fræsivélar landsins í sínum flokki. Þær eru staðsettar í nýrri álmu á Renniverkstæði Héðins sem tekin var í notkun 2013 þegar fyrri Mazak fræsivélin kom til landsins.
Mánudagur, 11 Apríl 2016 17:00

Gott tækifæri til að njóta Kristins E.

Héðinn og Kristinn E. Hrafnsson listamaður hafa lengi átt samleið. Héðinn hefur aðstoðað Kristin við gerð ýmissa listaverka hans og verk hans er að finna í húsakynnum fyrirtækisins. Aðdáendur Kristins geta þessa dagana séð þverskurð af verkum hans á sýningu í Arion banka í Borgartúni. Sýningin stendur til 12. ágúst næstkomandi og er öllum opin. Viðskiptavinir Héðins komast ekki hjá því að kynnast verkum Kristins við komuna í Gjáhellu 4, því fyrir framan innganginn er listaverkið „Staður“ greypt í gangstéttarhellurnar. Undirtitill verksins er „Hér mun allt gerast.“
Þjónustuverkstæði Héðins á Grundartanga hefur verið stækkað um helming til að sinna vaxandi verkefnaþörf stóriðjufyrirtækjanna á svæðinu. Þegar verkstæðið tók til starfa í árslok 2009 var það á 400 fermetra gólffleti en er nú 800 fermetrar. 
Sunnudagur, 21 Febrúar 2016 17:19

Listnemar kynna sér tæknina hjá Héðni

Fríður hópur nemenda úr skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands kom fyrir skömmu í heimsókn til Héðins í Gjáhellu 4 undir handleiðslu Kristins E. Hrafnssonar, skúlptúrlistamanns og stundakennara við skólann. Skúlptúrlistamenn hafa löngum notað málma í listsköpun sinni og miðaði heimsóknin að því að kynnast betur þeim möguleikum sem málmiðnaðurinn býr yfir. Kristinn er annar frá vinstri á myndinni.
Starfsmenn Héðins hafa að undanförnu unnið hörðum höndum að stækkun og endurnýjun fiskmjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði. Setja á upp aðra suðu- og pressulínu sem kemur til með að auka afköst og sveigjanleika í keyrslu verksmiðjunnar. Þrír nýir þurrkarar koma í stað þeirra fjögurra sem fyrir eru, en þeir eru komnir nokkuð til ára sinna. 
Starfsmenn Tæknideildar og Plötudeildar Héðins eru þessa dagana önnum kafnir við endurbætur og endurnýjun á risastórum hurðum fyrir flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Flugskýlið er í eigu Flugfélags Íslands og innan tíðar fara stærri flugvélar en áður að venja komu sína þangað. Um er að ræða Bombardier Q400 flugvélar og er stélið á þeim hærra en á Fokkerunum sem þær leysa af hólmi.
Miðvikudagur, 19 Ágúst 2015 09:42

Upprennandi snillingar í heimsókn hjá Héðni

Áhuginn skein úr hverju andliti krakkanna úr Hraunvallaskóla sem heimsóttu Héðinn fyrir nokkru. Þau fóru um allt fyrirtækið í fylgd starfsmanna og fræddust um sitt af hverju tagi sem þau höfðu aldrei séð áður. Heimsóknin var hluti af verkefnavinnu þannig að nemendurnir skráðu samviskusamlega hjá sér það sem fyrir bar. Smelltu á "Nánar" til að sjá myndir úr heimsókninni. 

Þú ert hér: Forsíða