SAMHÆFÐ ÞJÓNUSTA FJÖGURRA DEILDA/

Starfsemi Héðins skiptist á milli fjögurra deilda sem sinna hver sínu sérsviði. Verkefni fara á milli deildanna eftir þörf hverju sinni og ekki er óalgengt að allar deildir fyrirtækisins komi að úrlausn þeirra.

Fullkomnasti tækjabúnaðurinn

Héðinn leggur mikla áherslu á að búa yfir fullkomnasta og öflugasta tækjabúnaði hverju sinni til að tryggja viðskiptavinum bestu þjónustu.

Fagmennska og reynsla

Starfsmenn í smiðjum Héðins eru iðnmenntaðir eða tæknimenntaðir og hafa flestir starfað um árabil í sínu fagi.

FISKIMJÖL OG
LÝSI

Þjónusta framleiðenda

Einn meginþáttur starfsemi Héðins er alhliða þjónusta við framleiðendur á fiskmjöli og lýsi. Í því felst meðal annars uppbygging, endurnýjun búnaðar, nútímavæðing, breyting á orkugjöfum, flutningur og geymsla afurða.

Sérþekking

Sérþekking Héðins á þessu sviði byggir á áratuga langri reynslu af uppsetningu nánast hverrar einustu fiskmjölsverksmiðju landsins. Eitt meginviðfangsefni Héðins síðasta áratuginn hefur verið innleiðing á rafhitun til mjölþurrkunar. Þurrkun með rafhitun hefur gjörbreytt umhverfi fiskmjölsverksmiðja til hins betra, orkugjafinn er umhverfisvænn og auðveldara er að stýra þurrkhitanum og skila þannig hágæða afurðum.

ROLLS ROYCE
MARINE

Stór hluti íslenska skipaflotans notast við vélbúnað, tæknilausnir og hönnun Rolls-Royce Marine. Héðinn annast þjónustu, viðhald og endurnýjun á búnaði frá Rolls-Royce Marine samkvæmt sérstökum „Service Provider“ samningi.

Undir hatti RRM eru meðal annars hönnunar- og verkfræðistofurnar NVC-Design og UT-Design (Ulstein-Design), Bergen Diesel (aðalvélar), Ulstein og Kamewa (gírar, skrúfur og UMAS viðvörunarkerfi), Rauma-Brattvaag og Norwinch (spilkerfi), Tenfjord og Frydenbø (stýrisvélar).

Véladeild Héðins heldur utan um Rolls-Royce Marine þjónustuna í nánu samstarfi við aðrar deildir fyrirtækisins.

IÐNAÐUR

Þjónusta við stóriðju

Flest stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur landsins eru í hópi viðskiptavina Héðins. Verkefnin eru og hafa verið af margvíslegum toga, allt frá daglegri þjónustu til hönnunar, smíði og uppsetningar á stórum verksmiðjueiningum og kerfislægum umbreytingum. Meðal viðskiptavina á þessu þjónustusviði má nefna öll álver landsins, málmblendiverksmiðju Elkem, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku.

Verkefni af öllum stærðum

Héðinn sinnir hundruðum viðskiptavina, stórum sem smáum, úr flestum greinum atvinnulífsins við úrlausnarefni á öllum sviðum málmiðnaðar og véltækni. Viðfangsefnin eru af öllum stærðargráðum og í þeim felst m.a. viðhald, endurnýjun, nýsmíði, endurbygging, breytingar eða uppsetning.