
Daníel Freyr Hjaltason, yfirmaður nýsköpunar og þróunar hjá Héðni. Ljósmynd: Baldur Kristjánsson
Héðinn Service Portal í Fiskifréttum
Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar hjá Héðni, er í ítarlegu viðtali við Fiskifréttir um nýsköpunarverkefnið Héðinn Service Portal (HPS), sem er gagna- og upplýsingageymsla með notkunarleiðbeiningum, tækniteikningum og viðhaldsáætlunum frá framleiðendum búnaðar fyrir þá sem koma að viðhaldi skipa og verksmiðja. Í HPS má til dæmis skoða fyrri verkskýrslur og sjá hvað var síðast gert við þegar bilun kom upp.
Hægt er að opna þrívíddarlíkan af svæðum skipa og skoða sig um í HPS með svokölluðum þjónustugleraugum og fá aðstoð frá þjónustusérfræðingum Héðins í rauntíma. Þetta er mikilvægt þegar upp kemur bilun úti á sjó. Gerð hafa verið þvívíddarskönn af skipum og verksmiðjum í HSP sem má nota til að mæla upp og forhanna hluti ef gera á breytingar.
„Þetta er iðnaðarútgáfan af Facetime,“ segir Daníel í fróðlegri og skemmtilegri umfjöllun Fiskifrétta. Við mælum með lestri.
Send us a message
Fill out the Form


