Við erum sérfræðingar í Hardox slitstáli

Héðinn hf. er eina íslenska fyrirtækið í „Hardox Wearparts“ þjónustunetinu. Þessa viðurkenningu veitir SSAB, framleiðandi Hardox, einungis þeim fyrirtækjum sem standast ítrustu kröfur um þekkingu, tækjakost, lager og vinnubrögð við vinnslu á Hardox slitstáli.

Hardox slitstál er notað í allri starfsemi þar sem mikið mæðir á slitflötum. Slitþol Hardox er rúmlega þrefalt meira en í venjulegu stáli. Þrátt fyrir þetta mikla slitþol heldur Hardox fullum burðarstyrk stálsins. Hardox er ávallt til á lager hjá okkur í þykktum frá 1 mm upp í 50 mm.

Hvað getum við gert fyrir þig? Hafðu samband við Gísla Pál Friðbertsson  gisli@hedinn.is – beinn sími 569-2134

Hardox framleiðslan

SSAB, framleiðslufyrirtæki Hardox, er ekki aðeins stærsti framleiðandi slitstáls í heiminum, heldur er fyrirtækið með afar þéttriðið þjónustunet. Um 500 fyrirtæki eru í Hardox Wearparts þjónustunetinu og er Héðinn eitt þeirra. Á vefsíðu Hardox Wearparts er gott yfirlit um fjölbreytt framboð af Hardox lausnum og ávinninginn af notkun slitstálsins.  Hardoxwearparts.com