100 ára afmælisveisla Héðins
Héðinn nær 100 ára aldrinum 1. nóvember næstkomandi. Haldið verður upp á þennan áfanga með veglegri afmælisveislu fyrir starfsmenn, maka, fyrrverandi starfsmenn og annara velunnara laugardaginn 29. október.
Listasafn Íslands heldur sýningu í Héðni
Listasafn Íslands hefur ákveðið að halda listsýningu í húsakynnum Héðins að Gjáhellu 4 laugardaginn 1. október næstkomandi. Sýndur verður hluti af verkum sem voru í eigu Markúsar Ívarssonar, annars stofnanda Héðins, sem hann gaf Listasafni Íslands.
Héðinn hlýtur jafnlaunavottunina
Nýverið hlaut Héðinn jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunastefna Héðins er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir alla starfsmenn félagsins.
„Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu“
Vísir.is hélt áfram umfjöllun sinni um 100 ára sögu Héðins á vef sínum 27. febrúar 2022.
„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“
Nýverið birti visir.is frétt um Héðinn um 100 ára sögu félagsins. En fá fyrirtæki á Íslandi eiga sér 100 ára gamla sögu og enn færri fyrirtæki eru aldargömul og þó með afkomendur stofnanda enn í hluthafahópi.
Héðinn tekur til hjá Sorpu
Teymi frá Héðni hefur verið á fullu að setja upp nýjan flokkunarbúnað hjá sorpmóttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi. Hlutverk Sorpu er að taka á móti og vinna úrgang frá öllu höfðuðborgarsvæðinu og því er umfang Sorpu heilmikið.
Nýr togari með Kongsberg kerfi og HPP próteinverksmiðju
Þann 5. maí fagnaði sjávarútvegsfyrirtækið Brim komu nýjasta fjölskyldumeðlimsins til Reykjavíkur, 82 m skuttogarinn Ilivileq GR 2-201. Skipið er með HPP próteinverksmiðju og hlaðið Kongsberg Maritime kerfum og vélum. Ilivileq verður rekið af dótturfélagi Brims í Qaqortoq á Grænlandi.
Sendu okkur línu
Fylltu út formið