1406, 2023

Héðinn hannar fyrir Havsbrún í Færeyjum

Héðinn hannar fyrir Havsbrún í Færeyjum Héðinn hefur gengið frá samkomulagi við Havsbrún í Færeyjum um umfangsmiklar viðbætur við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins við Fuglafjörð á austurströnd Eysturoy. Héðinn tekur að sér hönnun á blöndunar- og geymslusílóum ásamt flutningsbúnaði auk hönnunar á steyptum undirstöðum fyrir sílóin. Havsbrún er dótturfélag Bakkafrost sem meðal stærstu framleiðenda heims á eldislax og stærsta fyrirtæki Færeyja. Héðinn mun hanna átta síló sem eru 10 metrar [...]

1406, 2023

Héðinn leggur nýja 4,5 km flutningsæð til að auka rafmagns- og hitaveituframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar

Héðinn leggur nýja 4,5 km flutningsæð til að auka rafmagns- og hitaveituframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun. Jafnframt er gert ráð fyrir þeim möguleika til framtíðar að tengja borholur sem verða boraðar síðar [...]

1406, 2023

Norski sendiherrann í heimsókn við Gjáhellu

Norski sendiherrann í heimsókn við Gjáhellu Sendiherra Noregs á Íslandi, Aud Lise Norheim, kom í heimsókn til okkar á dögunum og skoðaði starfsemina við Gjáhellu. Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri Héðins og Eðvarð Ingi Björgvinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, lóðsuðu sendiherrann um smiðjurnar. Héðinn hefur um langt árabil verið með mikil umsvif í norskum fóður- og fiskimjölsiðnaði. Fyrirtækið hefur smíðað og reist tanka og geyma í Noregi ásamt því að stýra flutningi á [...]

1206, 2023

Tankar felldir og fluttir sjóleiðis í Noregi

Tankar felldir og fluttir sjóleiðis í Noregi Sumarið 2022 tók Héðinn að sér að fella og flytja mjöltanka í Grønehaugen, við Egersund á suðvestur-strönd Noregs. Hver tankur var 80 tonn, 30 metra að hæð og 7,6 metrar að þvermáli. Voru þeir fluttir á flotpramma yfir fjörðinn til Ryttervik þar sem þeim var breytt í tanka fyrir fiskiolíu. Stórir geymslutankar hafa verið á verkefnaskrá Héðins allt frá upphafsárum fyrirtækisins. [...]

102, 2023

T-drill vél sem gatar ryðfrí rör og dregur stúta út úr þeim

T-drill vél sem gatar ryðfrí rör og dregur stúta út úr þeim Ör vöxtur nýsköpunarfyrirtækisins Vaxa Technologies hefur áhrif víðar. Meðal annars hjá okkur hér hjá Héðni en við höfum  fjárfest í sérstakri „borvél“ vegna vinnu við íhluti í vélar sem munu framleiða smáþörunga, smekkfulla af próteinum og næringarefnum í verksmiðju Vaxa í Jarðhitagarði Orku Náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Rögnvaldur Einarsson, framkvæmdastjóri Héðins, segir að vélin, sem er svokölluð [...]

102, 2023

Eðvarð Ingi Björgvinsson kemur heim til Héðins

Eðvarð Ingi Björgvinsson kemur heim til Héðins Eðvarð Ingi Björgvinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Héðins. Eðvarð þekkir vel til hjá fyrirtækinu en undanfarin ár hefur hann verið framkvæmdastjóri dótturfélags þess Héðinshurða og þar áður stýrði hann Kongsbergdeild Héðins frá árinu 2016 til 2020. Eðvarð mun starfa við hlið Rögnvaldar Einarssonar núverandi framkvæmdastjóra fram að áramótum og tekur þá að fullu við starfi framkvæmdastjóra. „Við fögnum því að fá [...]

712, 2022

Eimarar með 20 km af rörum

Eimarar með 20 km af rörum Á undanförnum dögum hafa tvö risastór eimingartæki verið sett upp í nýrri verksmiðju sem er að taka á sig mynd hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað. Í eimingartækin voru þrædd rör sem myndu teygja sig um tuttugu kílómetra ef þau væru lögð saman. Búnaðurinn var hannaður og smíðaður frá grunni hjá Héðni og tók það starfsfólk fyrirtækisins um þrjá mánuði að þræða rörin í [...]

111, 2022

100 árum fagnað með útkomu bókar

100 árum fagnað með útkomu bókar Í tilefni af aldarafmæli Héðins er komin út bókin Héðinn í 100 ár - Svipmyndir 1922 til 2022, þar sem stiklað er á stóru í máli og myndum úr sögu félagsins á 138 blaðsíðum. Hér fyrir neðan er formáli bókarinnar, sem Guðmundur S. Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins 1983 til 1992, síðar stjórnarformaður til 2016 og Gunnar Pálsson, þróunarstjóri Héðins, skrifa fyrir hönd afmælisnefndarinnar. [...]

410, 2022

Umfjöllun fjölmiðla um Listin í smiðju Héðins

Umfjöllun fjölmiðla um Listin í smiðju Héðins Helstu fjölmiðlar landsins birtu umfjöllun um Listin í smiðju Héðins, samstarfsverkefnis fyrirtækisins og Listasafns Íslands í tilefni af aldarafmæli Héðins. Snorri Másson kom frá fréttastofu Stöðvar 2 og tók viðtal í beinni útsendingu við Halldór Lárusson, stjórnarformann Héðins í kvöldfréttum stöðvarinnar. Fréttastofa RÚV birti innslag í sjónvarpsfréttatímanum klukkan 19. Fréttablaðið var með stóra grein á innsíðu, Morgunblaðið birti ljósmynd frá uppsetningu [...]

410, 2022

Ljósmyndir frá afmælissýningunni Listin í smiðju Héðins

Ljósmyndir frá afmælissýningunni Listin í smiðju Héðins Ljósmyndarinn Snorri Björnsson fangaði þessar stemmningsmyndir á fjölsóttri myndlistarsýningu Héðins og Listasafns Íslands í smiðjum fyrirtækisins við Gjáhellu 4 laugardaginn 1. október. Sýningin stóð stendur aðeins þennan eina dag frá klukkan 13 til 17 og var samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmæli Héðins. Verkin sem sýnd voru komu úr úr merkri gjöf fjölskyldu Markúsar Ívarssonar, stofnanda Héðins, [...]

310, 2022

Fjölmenni á myndlistarsýningu í smiðjum Héðins við Gjáhellu

Tæplega þrjú þúsund gestir heimsóttu sýninguna Listin í smiðju Héðins sem var haldin þann 1. október 2022. Sýningin var opin þennan eina dag frá klukkan 13 til 17 í vélasölum fyrirtæksins við Gjáhellu. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmæli fyrirtækisins. Sýnd voru verk úr merkri gjöf fjölskyldu Markúsar Ívarssonar, sem stofnaði Héðin ásamt Bjarna Þorsteinssyni árið 1922. Markús var fæddur 1884. Hann [...]

109, 2022

Matthías Stephensen til Héðins

Matthías Stephensen til Héðins Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Matthías starfaði áður hjá Arion banka frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans. Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni og sinnir fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveg, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Fyrirtækið var stofnað árið 1922 og fagnar því aldarafmæli á þessu ári. Matthías er með B.S gráðu í [...]

1006, 2020

Héðinn tekur til hjá Sorpu

Teymi frá Héðni hefur verið á fullu að setja upp nýjan flokkunarbúnað hjá sorpmóttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi. Hlutverk Sorpu er að taka á móti og vinna úrgang frá öllu höfðuðborgarsvæðinu og því er umfang Sorpu heilmikið.

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.
Go to Top