Héðinn tekur þátt í sjálfbærniverkefni hjá Sorpu

Teymi frá Héðni hefur verið á fullu að setja upp nýjan flokkunarbúnað hjá sorpmóttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi.

Hlutverk Sorpu er að taka á móti og vinna úrgang frá öllu höfðuðborgarsvæðinu og því er umfang Sorpu heilmikið. Viðbygging við móttöku- og flokkunarstöð fyrir heimilisúrgang var byggð árið 2019 til að koma til móts við nýtt flokkunarkerfi. Nú er heimilisúrgangur flokkaður í hinum ýmsu þrepum og er lífrænn hluti þess aðskilinn frá ólífrænum úrgangi. Efni er flutt í glænýja aðstöðu, GAJA, þar sem notaðar eru flóknar og tæknilegar aðferðir til að framleiða rotmassa og lífmetan. Hjá GAJA er heimilissorpinu blandað saman við byggingarefni og það sett í þar til gerðar vinnslueiningar. Þar eru líffræðileg efni þvegin úr blöndunni og þeim dælt í loftfirrtar stöðvar þar sem lífgasframleiðsla fer fram. Föst efni sem eru eftir í vinnslueiningunum eru síðan notuð í jarðgerð.

Viðbygging við móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi var byggð árið 2019

Stálvirki Héðins

Verkefni Héðins í nýju flokkunarverksmiðjunni felst í að smíða og setja upp stoðvirki og palla fyrir vélar, setja upp vinnslubúnað og tengja og aðlaga nýja palla viðbyggingarinnar við eldri hluta móttöku- og flokkunarstöðvarinnar.

Tilgangur þessarar starfsemi hjá Sorpu er að auka sjálfbærni meðhöndlunar úrgangs. Urðun mun minnka verulega þar sem heimilissorp nýtist vel sem rotmassi og orka.

Starfsemi hefst nú í júní. Fleiri myndir má sjá hér að neðan.

Deildu þessari frétt

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.