Þekkingarfyrirtæki í
málmiðnaði og véltækni

Hönnun, verkefnastjórnun og smíði

Rolls-Royce Marine þjónusta

Nýjar lausnir í fiskimjölsframleiðslu

Þjónusta og þekking frá A til Ö/

Starfsemi Héðins fer fram á fjórum meginsviðum sem skapa sterka liðsheild með náinni samvinnu.

Tæknideild

Hönnun, samskipti, verkefnaumsjón, þróun og nýsköpun.

Plötudeild

Plötusmíði með fyrsta flokks tækjabúnaði, ryðfrítt og svart stál.

Véladeild

Viðgerðir og viðhald tækni- og vélbúnaðar, nýsmíði og innleiðing nýrra lausna.

Renniverkstæði

Rennismíði með fyrsta flokks tækjabúnaði.

Nýtt framleiðsluferli

Héðinn Protein Plant (HPP) er byltingarkennd próteinverksmiðja sem Héðinn hefur þróað og smíðað. Um er að ræða nýtt framleiðsluferli, sem er hagkvæmt fyrir framleiðslu mjöls og fiskolíu við aðstæður þar sem slík verðmætavinnsla hefur ekki áður komið til greina. HPP verksmiðjan hentar hvort sem er til verðmætaframleiðslu á sjó eða í landi.

Sjálfvirkni og fjarvöktun

HPP nýtir allt próteinið sem fellur til við fiskvinnsluna, hentar jafnt fyrir landvinnslu og um borð í fiskiskipum, er hagkvæm í rekstri og að mestu leyti sjálfvirk. Hægt að fylgjast með öllum þáttum framleiðsluferlisins með fjarvöktun í gegnum netið hvaðan sem er. HPP er hönnuð til að skila gæðamjöli með lághitaþurrkun og fiskolíu í hæsta gæðaflokki.

Þrjár verksmiðjustærðir

Þrjár stærðir verksmiðjunnar eru boði, HPP-300, HPP-1000 og HPP-2000. Talan gefur til kynna hráefnisafköst per klukkutíma, þ.e. 300, 1.000 og 2.000 kg af slógi, afskurði, heilum fiski eða öðru hráefni. HPP-300 getur unnið úr að lágmarki 7 tonnum af hráefni á sólarhring, HPP-1000 úr 25 tonnum og stærsta verksmiðjan afkastar að lágmarki 50 tonnum á sólarhring.

Fyrstu verksmiðjurnar

Fyrsta HPP verksmiðjan í endanlegri mynd hóf rekstur 2013 og sú næsta 2014. Smíði er lokið á tveimur HPP verksmiðjum til viðbótar og á árinu 2016 hófst smíði á fjórum verksmiðjum sem allar fara um borð í nýja frystitogara sem verið er að smíða fyrir íslenskar og erlendar útgerðir.

NÝJUSTU FRÉTTIR

Fyrsta skipið með HPP verksmiðju komið í heimahöfn

Sól­berg ÓF 1 kom til heima­hafn­ar á Ólafs­firði föstudaginn 19. maí, fyrsta skipið með hinni nýju mjöl- og lýsisverksmiðju Héðins (HPP)

Nýr frystitogari HB Granda hannaður hjá Rolls-Royce Marine

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á