Hardox

Héðinn hf. er eina íslenska fyrirtækið í „Hardox Wearparts®“ þjónustunetinu. Viðurkenninguna veitir SSAB, framleiðandi Hardox®, fyrirtækjum sem standast ýtrustu kröfur um þekkingu, tækjakost, lager og vinnubrögð við vinnslu á Hardox®.

Rennismíði

Renniverkstæði Héðins er ein grunnstoð fyrirtækisins, deildin er búin öflugum tækjakost ásamt mannaforða sem hefur þekkingu og reynslu til að leysa verkefni stór sem smá. Sinnum nýsmíði, þjónustu og viðhaldi við spóntöku.

Stálsmíði

Stálsmiðja Héðins, eða Plötudeild eins og hún nefnist í daglegu tali, er helsta framleiðsludeild fyrirtækisins. Deildin sinnir fjölbreyttri þjónustu og nýsmíði í málmiðnaði, jafnt úr svörtu og ryðfríu stáli.

Stóriðja

Héðinn hf hefur þjónustað stóriðju á íslandi um árabil við hönnun, nýsmíði, viðhald á vélbúnaði og annað tilfallandi. Verkefnin hafa verið fjölbreytt í gegnum árin allt frá hönnun að fullbúnum vélum og búnaði ásamt daglegu viðhaldi.

Go to Top