Norski sendiherrann í heimsókn

Norski sendiherrann í heimsókn við Gjáhellu

Sendiherra Noregs á Íslandi, Aud Lise Norheim, kom í heimsókn til okkar á dögunum og skoðaði starfsemina við Gjáhellu. Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri Héðins og Eðvarð Ingi Björgvinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, lóðsuðu sendiherrann um smiðjurnar.

Héðinn hefur um langt árabil verið með mikil umsvif í norskum fóður- og fiskimjölsiðnaði. Fyrirtækið hefur smíðað og reist tanka og geyma í Noregi ásamt því að stýra flutningi á eldri geymum.

Aud Lise er með reyndustu diplómötum Noregs en hún hafði meðal annars gegnt stöðu sendiherra Noregs í Bangladesh, Líbanon og Íran áður en hún kom til Íslands árið 2019.

Baldur Kristjánsson ljósmyndari var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

Deildu þessari frétt

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.