Tankar felldir og fluttir sjóleiðis í Noregi
Sumarið 2022 tók Héðinn að sér að fella og flytja mjöltanka í Grønehaugen, við Egersund á suðvestur-strönd Noregs. Hver tankur var 80 tonn, 30 metra að hæð og 7,6 metrar að þvermáli. Voru þeir fluttir á flotpramma yfir fjörðinn til Ryttervik þar sem þeim var breytt í tanka fyrir fiskiolíu.
Stórir geymslutankar hafa verið á verkefnaskrá Héðins allt frá upphafsárum fyrirtækisins. Árið 1927 réðust Héðinn og Hamar í stærsta verkefni sem íslenskar vélsmiðjur höfðu tekið að sér fram að þeim tíma. Var þetta smíði olíugeyma fyrir nýja olíugeymslustöð Shell HF sem reis við Skerjafjörð. Verkið hófst í júní þetta ár og var nær lokið í desember. Fimmtíu til hundrað manns unnu að því daglega. Reistir voru þrír stórir olíutankar og aðrir minni. Allir naglar í tönkunum voru lofthnoðaðir og samskeyti járnþynnanna loftgreypt. Voru notuð „nýtízku þéttiloftstæki“ eins og segir í samtímaheimildum um þessar umfangsmiklu framkvæmdir
Héðinn hefur reist mjölgeyma um allt land,á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Norðfirði, Seyðisfirði og Akranesi auk fjölda geyma í Noregi.
Sendu okkur línu
Fylltu út formið