Project Description

Stálsmiðja

Stálsmiðja Héðins, eða Plötudeild eins og hún nefnist í daglegu tali, er umsvifamesta framleiðsludeild fyrirtækisins. Stálsmiðjan sinnir fjölbreyttri þjónustu og nýsmíði, jafnt úr svörtu stáli og ryðfríu. Deildinni er skipt í tvö vinnslusvæði fyrir hvort efnið fyrir sig.

Plötudeild sinnir meðal annars þjónustu við fiskvinnslu, sjávarútveg, stóriðju og orkufyrirtæki. Deildin sinnir einnig verkefnum fyrir aðrar stálsmiðjur.

Af plötuefni á lager má nefna S355, ryðfrítt 304 og 316, Domex355, Hardox 450 og Hardox 500.

Plötuskurður

Plötudeild Héðins er búin þremur skurðarvélum: laserskurðarvél, vatnsskurðarvél og gas/plasma-skurðarvél. Þessar vélar hafa allar ákveðna kosti og eiginleika sem nýtast eftir eðli verkefna hverju sinni. Með því að bjóða upp á þessa valkosti í skurði getum við leyst flest verkefni stór sem smá og þannig tryggt þá úrvals þjónustu sem Héðinn leggur metnað sinn í að veita.

Starfsmenn veita ráð um hentugustu skurðaraðferð eftir verkefni hverju sinni. 

Laserskurðarvél

Bystronic Upplýsingar
Vinnslustærð: 2000×4000 mm
Efni: Ryðfrítt stál, Domex, Hardox, ál, rafgalv o.fl.
Mesta þykkt: ≈20 mm
Helstu eiginleikar: Vinnsluhraði og nákvæmni

Vatnsskurðarvél

Omax Maxiem Upplýsingar
Vinnslustærð: 1500×3000 mm
Efni; Allt mögulegt, ss. málmur, plast, gúmmí o.fl.
Mesta þykkt: ≈100 mm
Helstu eiginleikar: Nákvæmni, gjalllaust yfirborð, getur skorið nánast hvaða efni sem er og er með hallandi (3-D) skurðarhaus sem býður upp á ný form í plötuskurði.

Gas/plasma-skurðarvél

Microstep Mastercut Upplýsingar
Vinnslustærð: 2500×6000 mm.
Efni: Svart stál, Hardox, (ryðfrítt, ál).
Mesta þykkt: ≈200 mm
Helstu eiginleikar: Vinnsluhraði, hagkvæmni, ræður við mikla þykkt og stór vinnslustærð.

Frekari vinnsla, valsa, beygja, klippa

Til frekari vinnslu og formunar á plötustáli er Plötudeild Héðins búin völsum, klippum og beygjuvélum, auk smærri verkfæra s.s. suðuvélum, slípivélum, borvélum o.s.frv.

Hér má sjá dæmi um ýmsar vélar og tæki Plötudeildar Héðins. Listinn er síður en svo tæmandi, hafið endilega samband fyrir frekari upplýsingar.

Beygjuvél

Bystronic Upplýsingar
Mesta lengd: 4000 mm
Mesta þykkt: 10 mm ryðfrítt (per 4000 mm við fulla beygjulengd)
12 mm svart (per 4000 mm við fulla beygjulengd)
16 mm í minni stærðum

Plötuklippur

Durma Upplýsingar
Mesta plötubreidd 3000 mm
Mesta þykkt: 10 mm S235
8 mm S355
6 mm ryðfrítt

Plötuslípivél

Til yfirborðsslípunar Upplýsingar
Mesta plötubreidd 1500 mm
Mesta þykkt: 50 mm
Efni: Ryðfrítt eingöngu

Plötuvalsar

Plötuvalsar af ýmsum stærðum og gerðum sem ná yfir stórt svið af þykktum og stærðum af plötustáli.

Hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

TENGILIÐIR

Gísli Páll Friðbertsson
Gísli Páll FriðbertssonVerkstjóri
Netfang: gisli@hedinn.is
Símanúmer: 660 2134
Már Árnason
Már ÁrnasonVerkstjóri
Netfang: mar@hedinn.is
Símanúmer: 660 2135
Jón Trausti Guðmundsson
Jón Trausti GuðmundssonDeildarstjóri/framleiðslustjóri
Netfang: jont@hedinn.is
Símanúmer: 660 2119

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.