Matthías Stephensen til Héðins
Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Matthías starfaði áður hjá Arion banka frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans. Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni og sinnir fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveg, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Fyrirtækið var stofnað árið 1922 og fagnar því aldarafmæli á þessu ári.
Matthías er með B.S gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á reikningshald og fjármál fyrirtækja, frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi. Ráðgjafafyrirtækið Góð samskipti valdi Matthías fyrr á þessu ári á lista yfir 40 öfluga stjórnendur í viðskiptalífinu 40 ára og yngri
„Við fögnum því að fá svona góðan liðsstyrk við okkur hjá Héðni. Fyrirtækið sinnir fjölbreyttum viðskiptahópi innanlands og utan og reynsla Matthíasar mun nýtast vel í þeim störfum,“ segir Rögnvaldur Einarsson, framkvæmdastjóri Héðins.
Matthías tók við starfinu af Maríu Jónsdóttur en hún er orðin fjármálastjóri HPP Solutions ehf. sem var hluti af fram til síðustu áramóta.
Sendu okkur línu
Fylltu út formið