Héðinn smíðaði fjögur sett af færanlegum varmastöðvum sem hægt er að setja upp annars staðar á landinu ef þörf krefur.

Héðinn lýkur við uppsetningu á neyðarbúnaði við Fitjar og Rockville

Nú í desember luku starfsmenn Héðins við að setja upp neyðarkyndistöðvar á Fitjum við Reykjanesbæ. Áður hafði sambærilegum búnaði verið komið upp við Rockville. Kyndistöðvarnar eiga að koma í veg fyrir rof á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum einsog gerðist þegar þegar hraunstraumur frá Sundhnúksgígum tók sundur lagnir við Svartsengi í febrúar 2024 og íbúar voru heitavatnslausir í fjóra kalda sólarhringa.
Myndirnar sem hér fylgja sýna mannskap okkar að stöfum við að setja upp búnaðinn við Fitjar fyrr í mánuðinum. Héðinn smíðaði fjögur sett af varmastöðvum sem hafa verið settar upp við Rockville og nú við Fitjar.
„Hér við Fitjar eru þetta fjórir stórir olíakatlar sem eru samtengdir við tvær neyðarvarmastöðvar. Stöðvarnar ganga fyrir dísilolíu og því hægt að láta þær ganga eins lengi og þörf er á,“ segir Sigurjón Uggi Ívarsson, vélstjóri hjá Héðni og verkstjóri verksins við Fitjar.
Neyðarstöðvarnar munu sjá til þess að hægt er að halda veitukerfum frostfríum, draga úr líkum á frostskemmdum fasteigna á svæðinu og auðvelda íbúum að ná upp innihita með rafmagnskyndingu ef meginlagnir fara aftur í sundur einsog gerðist í febrúar 2024.
Kyndistöðvarnar eru samstarfsverkefni stjórnvalda, HS Orku og HS Veitna. Þær eru hreyfanlegar og því ekkert til fyrirstöðu að taka þær niður og setja þær upp annars staðar á landinu ef þörf krefur.

Víkurfréttir birtu frétt um verklokin í prentútgáfu sinni og fréttasíðu á dögunum og fréttastofa RÚV ræddi við  Sigurjón Ugga í útvarpsfréttum fyrr í mánuðinum um verkefnið

Share this news

Send us a message

Fill out the Form

Thank you for contacting Héðinn. We will respond to you as soon as possible.
Unfortunately an error occurred when you sent the message. Please try again later.