Vagga iðnbyltingar á Íslandi

Ljósmynd: Úr safni Samuel Kadorian, ljósmyndara bandaríska hersins/Kvikmyndasafn Íslands

Vagga iðnbyltingarinnar á Íslandi

Fyrsta húsnæði Héðins var í Aðalstræti 6, þar sem Morgunblaðshöllin var byggð síðar. Við Aðalstræti reis fyrsta iðnaðarhverfi Reykjavíkur. Í fyrstu var gatan kölluð Hovedgaden, síðar Adelsgaden, þá Klubsgaden en árið 1848 fékk gatan heitið Aðalstræti. Vélsmiðja Héðins var 60 fermetrar að stærð en húsið var byggt árið 1895. Þessi mynd er tekin veturinn 1942 til 1943. Eins og sjá má á rithætti nafns Héðins er skiltið enn óbreytt þrátt fyrir að nýjar stafsetningarreglur hafi verið innleiddar 1929 þegar Jónas frá Hriflu var kennslumálaráðherra og é var tekið upp í stað je í ritmáli.

Deildu sögunni

Send us a message

Fill out the Form

Thank you for contacting Héðinn. We will respond to you as soon as possible.
Unfortunately an error occurred when you sent the message. Please try again later.
30/09/2018|
Go to Top