Breytingar í eigandahópi Héðins
Breytingar í eigendahópi Héðins Héðinn eignarhaldsfélag ehf. hefur keypt 93 prósent hlut í Héðni hf. Á bakvið kaupin standa Guðmundur Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Héðins til áratuga, sem átti fyrir 24 prósent hlut í Héðni, Halldór Lárusson núverandi stjórnarformaður Héðins, sem hefur setið í stjórn félagsins síðan 1994, og Eðvarð Ingi Björgvinsson, framkvæmdastjóri Héðins en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í sextán ár. Seljendur eru RGI ehf. sem er í eigu þriggja lykilstarfsmanna Héðins, og þrír afkomendur annars stofnanda Héðins, Markúsar Ívarssonar. Eftir kaupin er Héðinn að tveimur þriðju hluta enn í eigu afkomenda Markúsar. Guðmundur er af [...]











