Lykilmenn

Lykilmenn Frá vinstri, Ingimar Bjarnason, Rögnvaldur Einarsson, núverandi framkvæmdastjóri og Gunnar Pálsson. Þeir hafa farið með 45 prósent hlut í Héðni frá árinu 2004. Ljósmynd: Baldur Kristjánsson/Héðinn

Uppstokkun í eignarhaldi

Sú aðferðafræði að skilja frá sem sjálfstæð fyrirtæki þá hluta sem þróast hafa í Héðni utan kjarnastarfseminnar, einfaldaði mjög möguleika til breytinga á eignarhaldi félagsins. Sum þeirra fyrirtækja, sem þróunar- og nýsköpunarstarfsemin hefur getið af sér í áranna rás, hafa verið seld að hluta eða öllu leyti til annarra fyrirtækja sem séð hafa samlegðaráhrif með sínum rekstri.

Þessi farsæla stefna gerði breytingar á eignarhaldi í sjálfu móðurfyrirtækinu auðveldari og varð kveikjan að því að ýmsir lykilstarfsmenn og aðilar utan afkomenda Markúsar Ívarssonar, stofnanda fyrirtækisins, byrjuðu að eignast litla hluti í Héðni.

Árið 2004 ákváðu þáverandi eigendur að stuðla að því að þremur lykilstarfsmönnum Héðins: Rögnvaldi Einarssyni, þáverandi yfirmanni tæknideildar Héðins, Ingimari Bjarnasyni, rekstrarstjóra smiðjunnar, og Gunnari Pálssyni þróunarstjóra yrði gert kleift að kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu.

Innkoma þessara manna í eigendahópinn markaði djúp spor í starfsemi Héðins og átti ríkan þátt í þeim mikla árangri sem náðist á næstu árum.

Deidlu sögunni

Send us a message

Fill out the Form

Thank you for contacting Héðinn. We will respond to you as soon as possible.
Unfortunately an error occurred when you sent the message. Please try again later.
14/09/2018|
Go to Top