Uppstokkun í eignarhaldi
Sú aðferðafræði að skilja frá sem sjálfstæð fyrirtæki þá hluta sem þróast hafa í Héðni utan kjarnastarfseminnar, einfaldaði mjög möguleika til breytinga á eignarhaldi félagsins. Sum þeirra fyrirtækja, sem þróunar- og nýsköpunarstarfsemin hefur getið af sér í áranna rás, hafa verið seld að hluta eða öllu leyti til annarra fyrirtækja sem séð hafa samlegðaráhrif með sínum rekstri.
Þessi farsæla stefna gerði breytingar á eignarhaldi í sjálfu móðurfyrirtækinu auðveldari og varð kveikjan að því að ýmsir lykilstarfsmenn og aðilar utan afkomenda Markúsar Ívarssonar, stofnanda fyrirtækisins, byrjuðu að eignast litla hluti í Héðni.
Árið 2004 ákváðu þáverandi eigendur að stuðla að því að þremur lykilstarfsmönnum Héðins: Rögnvaldi Einarssyni, þáverandi yfirmanni tæknideildar Héðins, Ingimari Bjarnasyni, rekstrarstjóra smiðjunnar, og Gunnari Pálssyni þróunarstjóra yrði gert kleift að kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu.
Innkoma þessara manna í eigendahópinn markaði djúp spor í starfsemi Héðins og átti ríkan þátt í þeim mikla árangri sem náðist á næstu árum.
Héðinn í 100 ár
Sendu okkur línu
Fylltu út formið