Bjarni Þorsteinsson

Bjarni Þorsteinsson Málverk eftir Sigurð Sigurðsson, málað árið 1972, en Bjarni lést 1938.

Bjarni Þorsteinsson

„Ef þú tekur að þér að vinna verk þá gerðu það vel og gerðu það fljótt.“ Einkunnarorð Bjarna, sem mörkuðu starf hans og hann kenndi nemendum sínum.

Bjarni fæddist í Reykjavík árið 1897. Að afloknu námi hjá föður sínum fór hann til Danmerkur og stundaði þar nám í vélaverkfræði og vann um tveggja ára skeið í hinum ýmsu deildum Flydedokken.

Árið 1922 keypti hann ásamt Markúsi Ívarssyni smiðju Bjarnhéðins Jónssonar og stofnuðu þeir saman Vélsmiðjuna Héðin.

Bjarni féll frá fyrir aldur fram, 9. desember 1938, á 42. aldursári. Í fögrum eftirmælum um hann var sagt að hann hefði litið á það sem hlutverk sitt að skapa atvinnu í landinu. Haft var eftir honum: „Hlutverk mitt er, að vekja áhuga manna á því, að reisa fyrirtæki, til að hagnýta hráefni þau, sem til eru í landinu,“ – og beindist hugur hans aðallega að hagnýtingu sjávarafurða í landinu.

Bjarni var drengskaparmaður með afbrigðum og glaðvær, vinsæll og vinamargur. Allir virtu hann og þótti vænt um hann.
Eftir hans dag sat ekkja hans, Jóhanna Þorsteinsson, fædd Olsen, lengi í stjórn fyrirtækisins og Ásgeir Bjarnason sonur þeirra átti einnig eftir að vinna í Héðni sem vélfræðingur og stjórnandi.

Deildu sögunni

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.
28/09/2018|
Go to Top