Olíutankar

Olíutankur á Skagaströnd

Tankar

Stórir geymslutankar hafa verið á verkefnaskrá Héðins allt frá upphafi.

Árið 1927 réðust Héðinn og Hamar í stærsta verkefni sem íslenskar vélsmiðjur höfðu tekið að sér fram að þeim tíma. Var þetta smíði olíugeyma fyrir nýja olíugeymslustöð Shell HF sem reis við Skerjafjörð. Verkið hófst í júní þetta ár og var nær lokið í desember. Fimmtíu til hundrað manns unnu að því daglega. Reistir voru þrír stórir olíutankar og aðrir minni. Allir naglar í tönkunum voru lofthnoðaðir og samskeyti járnþynnanna loftgreypt. Voru notuð „nýtízku þéttiloftstæki“ eins og segir í samtímaheimildum um þessar umfangsmiklu framkvæmdir.

Héðinn hefur reist mjölgeyma um allt land, á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Norðfirði, Seyðisfirði og Akranesi auk fjölda geyma í Noregi.

Árið 2008 var samið við HB Granda um flutning fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins, sem stóð í Örfirisey, til Vopnarfjarðar. Myndin sýnir þegar tankar verksmiðjunnar voru sjósettir í Reykjavíkurhöfn árið 2009 og siglt svo eins og leið lá austur. Þetta athæfi þóttu sumum firn mikil og ógæfulegt í alla staði. Höfðu reyndir skipstjórnarmenn samband við forsvarsmenn Héðins og vöruðu sterklega við þeim fyrirætlunum að ætla sér að sigla þessum háreistu mannvirkjum hálfa leið kringum landið. Þeim þótti þetta ekki boða gott og spáðu að öllu galleríinu myndi hvolfa strax við hafnarkjaftinn. Þeir spádómar rættust ekki og komust tankarnir heilir á leiðarenda. Þróunarstjóri Héðins, Gunnar Pálsson, var í miklu og nánu sambandi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing fyrir flutning tankanna. Einar lagðist í djúpar pælingar um hvenær ætti að sigla og þá hvort ætti að sigla suður- eða norðurleiðina. Gerði hann meðal annars ölduspár og var nokkurs konar guðfaðir Héðins í endanlegri ákvörðun um hvenær skyldi hefja sjóferðina.

Flutningar_til_Vopnafjardar_lokahnykkur-

Tankar sjósettir. Ljósmynd: Ólafur Hauksson/Héðinn

Deildu sögunni

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.
19/09/2018|
Go to Top