Samfelld saga með Rolls Royce Marine og Kongsberg
Héðinn var um árabil umboðsaðili Rolls Royce Marine-vélbúnaðar í skip og eina viðurkennda verkstæðið sem Rolls Royce Marine rak ekki sjálft. Árið 2019 rann Rolls Royce Marine inn í skipadeild norska fyrirtæksins Kongsberg, sem Héðinn er umboðsaðili fyrir, en saga samstarfsins við þessa alþjóðlegu iðnrisa í smíði véla og vélbúnaðar fyrir skip spannar meira en sjö áratugi.
Upphaf samstarfsins má rekja til þess þegar þjónusta við norsku Brattvaag-spilkerfin hófst árið 1951 en Héðinn framleiddi um árabil Brattvaag-spilkerfi með sérstöku leyfi.
Brattvaag og fjöldi þekktra framleiðslu- og þjónustufyrirtækja innan sjávarútvegs runnu saman við Rolls Royce Marine á síðustu öld og eru nú öll samankomin undir hatti Kongsberg.
Héðinn annast alla þjónustu á Íslandi fyrir Kongsberg, þar á meðal er sala búnaðar og lausna frá Kongsberg og Rolls Royce Marine, uppsetning, endurnýjun, viðhald og viðgerðir véla og vélbúnaðar.
Héðinn 100 ára
Sendu okkur línu
Fylltu út formið