Hrein orka

Hrein orka Frá verksmiðju Vaxa Technologies sem er í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Ljósmynd: Páll Stefánsson/Héðinn

Þátttaka í fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum

Héðinn hefur frá stofnun haft frumkvæði að eigin fjölbreyttum nýsköpunarverkum en líka komið að verkefnum annarra með sérþekkingu og reynslu.

Lofthreinsistöð Carbfix

Eitt af þeim nýsköpunarverkefnum sem Héðinn hefur tekið þátt í er smíði lofthreinsistöðvar Carbfix við Hellisheiðarvirkjun sem hefur vakið heimsathygli. Þar eru gróðurhúsalofttegundir fangaðar úr útblæstri virkjunarinnar áður en þær berast út í andrúmsloftið og valda skaða, og þeim dælt í setlög neðanjarðar þar sem þær verða að bergi.

Eigandi virkjunarinnar er Orka náttúrunnar (ON) en förgun lofttegundanna með niðurdælingu er á vegum Carbfix sem hefur þróað þessa tækni.

Hreinsistöðin var opnuð 2014. Héðinn var aðalverktaki við byggingu hennar og hefur unnið síðan við þetta verkefni sem miklar vonir eru bundnar við enda glíman við minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda meðal allra stærstu verkefna mannkyns.

Smáþörungar úr náttúrulegum afurðum

Annað nýsköpunarverkefni sem Héðinn hefur tekið þátt í með ýmsum hætti er líka staðsett í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. Þetta er verksmiðja fyrirtækisins Vaxa Technologies en hún framleiðir smáþörunga úr náttúrulegum afurðum frá virkjuninni, sem er staðsett er örstutt frá verksmiðjunni. Allt sem þarf til fyrir framleiðsluferlið er á svæðinu: endurnýjanleg raforka, kalt og heitt vatn og koltvísýringur. Verksmiðjan skilar svo frá sér lífmassa í formi smáþörunga. Þörungarnir eru meðal annars nýttir sem fóður í klakstöðvum fiskeldis en Vaxa stefnir jafnframt á ræktun þörunga til manneldis. Með framleiðslunni er hreinni orku breytt í próteinríka Omega-3-vöru sem inniheldur engin aukaefni.

Héðinn hefur tekið þátt í hönnun, smíði og uppsetningu vélbúnaðar verksmiðju Vaxa og er í lykilhlutverki við stækkun framleiðslulínu verksmiðjunnar árið 2022 og nýja 15.000 fermetra verksmiðju sem verður líka staðsett í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði.

Deildu sögunni

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.
16/09/2018|
Go to Top