Project Description

Véladeild

Véladeildin sinnir fyrirtækjum jafnt á sjó og í landi og starfar náið með sérfræðingum skipadeildar Héðins. Á meðal verkefna má nefna vélaviðgerðir og gírviðgerðir, svo og endurnýjun, uppsetning og viðgerðir á fjölbreyttum vélbúnaði orkufyrirtækja og stóriðju. Í véladeild starfa vélstjórar, vélvirkjar og nemar.

Sérhæfður tækjabúnaður

Véladeild Héðins býr yfir margvíslegum sérhæfðum tækjabúnaði til að leysa afmörkuð eða flókin verkefni til sjós og lands, stuðla að nákvæmni og tryggja áreiðanleika. Sérfræðingar véladeildar Héðins sjá um notkun tækjabúnaðarins.

Þrívíddarskanni

Notkun Tæknilýsing
Faro Focus S70 þrívíddarskanni, notaður í stærri verkefnum þar sem koma þarf fyrir flóknum búnaði í þröngu rými. Nákvæmt þrívíddarskann af rýminu gerir mögulegt að staðsetja búnaðinn með mikilli nákvæmni á hönnunarstigi og tryggir þannig bestu niðurstöðu. Þrívíddarmódelið auðveldar jafnframt allar breytingar og viðbætur. Faro Focus S70 laserskanni með allt að 70 m drægi og ±1 mm nákvæmni innan 10 m. Sama rýmið er skannað úr mörgum áttum til að fá heildstæða mynd og gögnin færð inn í Faro Scene forritið sem teiknar upp þrívíddar- módelið sem síðan er fært inn í hönnunarhugbúnað. Háupplausnar myndavél í skannanum nemur yfirborð og liti til að skapa endanlega mynd.

Sveigjanleg holsjá með vídeóupptöku

Notkun Tæknilýsing
Holsjá (videoscope) með sveigjanlegum armi til að skoða ástand tækja og vélbúnaðar þar sem ekki er hægt að komast að með öðrum hætti, t.d. að innanverðu í strokkum. Hægt að fjarstýra endanum með stýripinna til að skoða til allra átta. Olympus IPLEX G holsjá með 2 m löngum sveigjanlegum armi sem er aðeins 4 mm í þvermál. Framan á arminum er myndavél með fimmfaldri stækkun (zoom), led ljós og hljóðnema. Fremsta hluta armsins er hægt að sveigja á alla vegu með stýripinna á tækinu. Snertiskjár 4,3 tommur, HD vídeóupplausn (765×576) og HDMI útgangur til að fylgjast með á spjaldtölvu. Upptaka á vídeói á SD kort og hægt að taka kyrrmyndir um leið.

Afréttingalaser

Afréttingalaser
Nákvæmasta mæling sem til er á markaðnum, þráðlausir nemar tengdir við mælitölvuna.
Offset: 0,5 micron(<0,15%), Angular: 0,007mm(<0,75%). Þráðlausir nemar draga 30m.

Titringsmælir

Titringsmælir Balansering
Betavib Collector Analyzer, hraðvirkasta 3 ása mæling á markaðnum. Innbyggt safn með tíðni allra lega. Heldur utan um mælingar aftur í tímann og gefur upp viðvörunargildi. Býður upp á balanseringu á staðnum þar sem vélakostur-inn er staðsettur. Ekki þarf að taka búnaðinn frá til þess að balansera á verkstæði. Sparar mikinn tíma og kostnað.

Tjakkastöð fyrir allt að fjóra tjakka

Notkun Tæknilýsing
Tjakkastöð með deilikistu fyrir allt að fjóra tjakka. Þrýstimælir á hverjum tjakki til að fylgjast með álagi
og tryggja nákvæmni.
Deilikista fyrir fjóra tjakka. Héðinn er með úrval af tjökkum á bilinu 10-60 tonn, og ennfremur tvo 100 tonna tjakka.

Átaksmælir/vikt

Notkun Tæknilýsing
Átaksmælir (vigt) fyrir allt að 50 tonn, með fjarálestri. Fjarálestur, USB tenging til að hlaða niður mælingum, sýnir uppsafnað átak/vigt, sýnir yfirálag við 110% af átaki, nákvæmni 0,2% af lokatölu.

Háþrýstibúnaður fyrir olíufleytikerfi

Notkun Tæknilýsing
Háþrýst olíufleyting til að losa og festa legur, tannhjól, stýri og sitthvað fleira. Háþrýstidæla, tengibúnaður og tjakkar til að losa eða festa.

Brunaþrýsingsmælir

Notkun Tæknilýsing
Mælir brunaþrýstinginn í aðalvélum og hjálparvélum, óháð tegund eldsneytis. Teiknar graf sem sýnir nákvæmlega hvort tíminn á vélinni sé réttur, svo og mismuninn á milli strokka. Stuðlar að betri vélargangi og lækkun kostnaðar. Tengist við indicatorloka og mælir brunaþrýsinginn. Vinnur eftir sömu grundvallarprinsippum og þjöppumæling á bílvél. Hægt að hlaða niðurstöðum í tölvu.

Strobe ljós

Notkun Tæknilýsing
Strobe ljós með stillanlegri tíðni sem lætur vélarhluta á ferð virka kyrrstæða til að auðvelda ástandsskoðun þeirra. Leifturtíðni frá 30 til 300.000 á mínútu, með nákvæmni ±1 leiftur á mínútu, eða ±0,01% af álestri, eftir því hvort er hærra. Utanáliggjandi skynjari til að mæla snúningshraða. LCD skjár, tíu minnisskráningar.

Hónari

Notkun Tæknilýsing
Nákvæm yfirborðsmeðhöndlun á slífum (strokkum) til að tryggja viðloðun smurolíu. Búnaðinn er jafnt hægt að nota þar sem vélin er staðsett og á verkstæði. Fyrir strokka frá 150-600 mm í þvermál.

Hátíðniþvottur á málm- og vélarhlutum

Notkun Tæknilýsing
Vatn, sápa og kröftugar hátíðnibylgjur brjóta niður erfið og óaðgengileg óhreinindi í vélarhlutum, m.a. útfellingar í kælibúnaði og skolloftskælum (intercooler). Þvottakarið er 160 sentimetrar á lengd, 80 á breidd og 80 á dýpt.

Spíssaprófunardæla

Notkun Tæknilýsing
Alhliða prófun á flestum hefðbundnum eldsneytislokum (spíssum). Lekaprófun og þrýstingsprófun, keyrsluprófun.

Sveigjumælir

Notkun Tæknilýsing
Sveigjumæling á sveifarásum, t.d. fyrir og eftir slipptöku. Einföld og fljótleg leið til að hafa eftirlit og fylgjast með ástandi véla. Nákvæmni í mælingum 0,001 mm. Mælingabil 60-574 mm. Tölvutækar niðurstöður.

Ventlaslípivél

Notkun Tæknilýsing
Ventlaslípivél. Fyrir stamma allt að 50 mm, ventilþvermál allt að 250 mm og ventlasæti allt að 310 mm.

Vökvadrifinn herslulykill

Notkun Tæknilýsing
Vökvadrifinn herslulykill til að herða bolta og rær með öruggum og nákvæmum hætti. Rafdrifin vökvadæla. Hentar afar vel þar sem krafist er nákvæmrar og öruggrar herslu við krefjandi aðstæður, t.d. við virkjanir, brúargerð, vindmyllur, möstur, stóriðju, vélar og gíra. Fyrir rær og bolta allt að 155 mm. Hámarks herslukraftur: 5.424 Nm við 690 bör.

Þvottavél fyrir vélahluta

Notkun Tæknilýsing
Hreinsar alla olíu, óhreinindi og lausa málningu
af vélarhlutum með afar góðum árangri.
Þvær með svipuðum hætti og uppþvottavél, með sjóðheitu vatni og þvottaefni. Engin leysiefni og engin hætta á ryðmyndun. Tekur vélbúnað allt að 2 tonn að þyngd og að ummáli 179x179x120 cm.

Simplex skrúfuásþétti

Notkun Tæknilýsing
Héðinn er eini viðurkenndi þjónustuaðilinn fyrir Simplex skrúfuásþétti hér á landi. Simplex sérfræðingar Héðins hljóta þjálfun hjá framleiðandanum SKF Marine og hafa þann sérhæfða tækjabúnað og þekkingu sem þarf til að skipta um þéttin. Flokkunarfélög gera kröfur um að skip séu öxuldregin á 5 ára fresti. Ef skoðun sýnir hins vegar gott ástand og skipt er um skrúfuásþétti er heimilt að fresta öxuldrættinum um 5 ár til viðbótar.

TENGILIÐIR

Hákon Juhlin Þorsteinsson
Hákon Juhlin ÞorsteinssonVerkstjóri
Netfang: hakon@hedinn.is
Símanúmer: 660 2148
Emil Jóhannsson
Emil JóhannssonAðstoðarverkstjóri
Netfang: emil@hedinn.is
Símanúmer: 660 2123
Grétar Ólafsson
Grétar ÓlafssonDeildarstjóri skipa- og véladeildar
Netfang: go@hedinn.is
Símanúmer: 660 2141

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.