Héðinn tekur þátt í sjálfbærniverkefni hjá Sorpu
Teymi frá Héðni hefur verið á fullu að setja upp nýjan flokkunarbúnað hjá sorpmóttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi.
Hlutverk Sorpu er að taka á móti og vinna úrgang frá öllu höfðuðborgarsvæðinu og því er umfang Sorpu heilmikið. Viðbygging við móttöku- og flokkunarstöð fyrir heimilisúrgang var byggð árið 2019 til að koma til móts við nýtt flokkunarkerfi. Nú er heimilisúrgangur flokkaður í hinum ýmsu þrepum og er lífrænn hluti þess aðskilinn frá ólífrænum úrgangi. Efni er flutt í glænýja aðstöðu, GAJA, þar sem notaðar eru flóknar og tæknilegar aðferðir til að framleiða rotmassa og lífmetan. Hjá GAJA er heimilissorpinu blandað saman við byggingarefni og það sett í þar til gerðar vinnslueiningar. Þar eru líffræðileg efni þvegin úr blöndunni og þeim dælt í loftfirrtar stöðvar þar sem lífgasframleiðsla fer fram. Föst efni sem eru eftir í vinnslueiningunum eru síðan notuð í jarðgerð.
Stálvirki Héðins
Verkefni Héðins í nýju flokkunarverksmiðjunni felst í að smíða og setja upp stoðvirki og palla fyrir vélar, setja upp vinnslubúnað og tengja og aðlaga nýja palla viðbyggingarinnar við eldri hluta móttöku- og flokkunarstöðvarinnar.
Tilgangur þessarar starfsemi hjá Sorpu er að auka sjálfbærni meðhöndlunar úrgangs. Urðun mun minnka verulega þar sem heimilissorp nýtist vel sem rotmassi og orka.
Starfsemi hefst nú í júní. Fleiri myndir má sjá hér að neðan.
Sendu okkur línu
Fylltu út formið