Norski sendiherrann í heimsókn við Gjáhellu
Sendiherra Noregs á Íslandi, Aud Lise Norheim, kom í heimsókn til okkar á dögunum og skoðaði starfsemina við Gjáhellu. Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri Héðins og Eðvarð Ingi Björgvinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, lóðsuðu sendiherrann um smiðjurnar.
Héðinn hefur um langt árabil verið með mikil umsvif í norskum fóður- og fiskimjölsiðnaði. Fyrirtækið hefur smíðað og reist tanka og geyma í Noregi ásamt því að stýra flutningi á eldri geymum.
Aud Lise er með reyndustu diplómötum Noregs en hún hafði meðal annars gegnt stöðu sendiherra Noregs í Bangladesh, Líbanon og Íran áður en hún kom til Íslands árið 2019.
Baldur Kristjánsson ljósmyndari var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.
Sendu okkur línu
Fylltu út formið