Daníel Freyr Hjaltason, yfirmaður nýsköpunar og þróunar hjá Héðni. Ljósmynd: Baldur Kristjánsson

Héðinn Service Portal í Fiskifréttum

Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar hjá Héðni, er í ítarlegu viðtali við Fiskifréttir um nýsköpunarverkefnið Héðinn Service Portal (HPS), sem er gagna- og upplýsingageymsla með notkunarleiðbeiningum, tækniteikningum og viðhaldsáætlunum frá framleiðendum búnaðar fyrir þá sem koma að viðhaldi skipa og verksmiðja. Í HPS má til dæmis skoða fyrri verkskýrslur og sjá hvað var síðast gert við þegar bilun kom upp.

Hægt er að opna þrívíddarlíkan af svæðum skipa og skoða sig um í HPS með svokölluðum þjónustugleraugum og fá aðstoð frá þjónustusérfræðingum Héðins í rauntíma. Þetta er mikilvægt þegar upp kemur bilun úti á sjó. Gerð hafa verið þvívíddarskönn af skipum og verksmiðjum í HSP sem má nota til að mæla upp og forhanna hluti ef gera á breytingar.

„Þetta er iðnaðarútgáfan af Facetime,“ segir Daníel í fróðlegri og skemmtilegri umfjöllun Fiskifrétta. Við mælum með lestri.

Deildu þessari frétt

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.