Project Description
Sjálfvirkni og stjórnun
Spilstjórnun, skrúfustýringar og viðvörunar- og pælikerfi er hluti af stýrikerfum sem Kongsberg býður upp á. Öll þessi kerfi eru í stórum hluta íslenska flotans og hafa verið í áratugi. Boðið er upp á Kongsberg Maritime kerfin í nýsmíðum en einnig sem uppfærslur í eldri skip og skiptir þá ekki máli hvaða kerfi er til staðar fyrir.
Skrúfustjórnun
Mcon er nýjasta kynslóð stjórnkerfa fyrir margs konar framdrifs- og skrúfubúnað frá Kongsberg og öðrum birgjum. Margra ára reynsla sem leiðandi birgir í skrúfum, hliðarskrúfa og stýrisvélum, ásamt stuðningi við hið mikla úrval af eldri vörum, er innbyggt í nýja stjórnkerfið
Spilstjórnun
Synchro Autotrawl RTX og X7 er ákjósanlega lausnin til að hámarka veiðigetu fyrir eitt eða fleiri troll.
Synchro Autotrawl veitir framúrskarandi stjórn á botntrollum, uppsjávartrollum og partrollum. Togkerfið er eitt það nútímalegasta á markaðnum og hefur notendavænt viðmót.
Kerfið heldur trollunum að fullu opnum þegar skipt er um stefnu í trollveiðum.
- Hægt að velja hvaða vinda er aðalvinda
- Orkusparandi EcoStep tíðnistýring á togdælur, fyrir vökvakerfi
- Samstilltar eða sjálfstæðar sjálfvirkar aðgerðir á togvindum
- Viðvörunar- og eftirlitsstýrikerfi
- Sjálfvirk samskipti við trollskynjara, bergmálsmæli o.fl.
- Myndræn framsetning togveiðarfæra (einfalt, tvöfalt……)
Viðvörunar- og eftirlitskerfi
ACON kerfið er samþætt viðvörunar- og eftirlitskerfi til að stjórna og fylgjast með skipa- og vélbúnaði með sérsniðinni grafík. ACON sýnir upplýsingar frá viðvörunar-, stjórn- og tankkerfum skipsins.
TENGILIÐIR
Sendu okkur línu
Fylltu út formið