Nýr togari með Kongsberg kerfi og HPP próteinverksmiðju
Þann 5. maí fagnaði sjávarútvegsfyrirtækið Brim komu nýjasta fjölskyldumeðlimsins til Reykjavíkur, 82 m skuttogarinn Ilivileq GR 2-201. Skipið er með HPP próteinverksmiðju og hlaðið Kongsberg Maritime kerfum og vélum. Ilivileq verður rekið af dótturfélagi Brims í Qaqortoq á Grænlandi.
Ilivileq var hannað af Rolls-Royce Marine (nú Kongsberg Maritime) fyrir sparneytinn rekstur með því að kynna öldugotandi skrokkhönnun, HSG vélakerfi og Promas knúningskerfi. NVC 375 WP hönnunin byggir á langri sögu við hönnun togara fyrir pólsjó sem leiðir til skilvirkni til fiskveiða á krefjandi hafsvæðum. Hönnunin er þekkt fyrir lítið viðnám, lága aflþörf og þægindi á sjó.
HPP próteinverksmiðjan sem er um borð gerir fiskimjöls- og lýsisframleiðslu á sjó hagkvæmari en áður. Hún gerir skipum kleift að fullnýta allt hráefni og þar með búa til verðmætar afurðir. HPP hefur hráefnisgetu upp að 50 tonnum á sólarhring.
Smíði togarans hófst síðla árs 2017 í Astilleros Armon skipasmíðastöðinni á Spáni. Togarinn er knúinn af Bergen B33:45 L9P aðalvél með 5.400kW. B33:45 er öflugasta vélin í sínum flokki og býður upp á 600 kW á strokk í þéttri vélarhönnun. Hún setur nýjan iðnaðarstaðal varðandi eldsneytisnýtingu, lítinn útblástur og lágan líftímakostnað.
Um borð er hið nýja „Kongsberg Electric Winch“ kerfi með „Permanent Magnet (PM)“ mótorum. Með beinu drifi með miklu togi bjóða mótorarnir upp á svipað viðbragðsstig og lágþrýstivökvavindar. PM mótorinn knýr vindtromlu beint þ.e. án gírkassa.
Ilivileq togarinn er einnig með „Hybrid Shaft Generator“ kerfi sem keyrir aðalvélina sjálfkrafa á hagkvæmasta hraðanum eftir skrúfuferlinum. Nýja samþætta Acon-R stjórn- og eftirlitskerfið fylgist með öllum viðvörunum og stjórnar dælum, lokum og tönkum um borð.
Togarinn hefur meira en 150 tonna framleiðslugetu á sólarhring, með frystirými fyrir yfir 1.000 tonn ásamt 690 rúmmetra mjöllest.
Ilivileq er nútímalegasti frystitogari sem siglir um Norður-Atlantshaf um þessar mundir.
Sendu okkur línu
Fylltu út formið