Waterjet hefur marga kosti fram yfir skrúfu. Hin miklu afköst vatnsdælunnar gefa meiri hraða fyrir sama afl eða verulega minni eldsneytisnotkun á jöfnum hraða með minna afli.
Promas Lite kerfi
Til viðbótar við hin hefðbundnu framdrifskerfi, skrúfur og gíra, er Kongsberg með í boði Promas útfærslu sem er viðbót við hefðbundið kerfi og stuðlar að orkusparnaði.
Azimuth skrúfur
Í Azimuth skrúfum snýst skrúfan 360° um lóðrétta ásinn þannig að einingin veitir drifkraft, stýringu og staðbúinn þrýsting.