Héðinn hannar fyrir Havsbrún í Færeyjum
Héðinn hannar fyrir Havsbrún í Færeyjum Héðinn hefur gengið frá samkomulagi við Havsbrún í Færeyjum um umfangsmiklar viðbætur við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins við Fuglafjörð á austurströnd Eysturoy. Héðinn tekur að sér hönnun á blöndunar- og geymslusílóum ásamt flutningsbúnaði auk hönnunar á steyptum undirstöðum fyrir sílóin. Havsbrún er dótturfélag Bakkafrost sem meðal stærstu framleiðenda heims á eldislax og stærsta fyrirtæki Færeyja. Héðinn mun hanna átta síló sem eru 10 metrar í þvermál og 40 metra há ásamt flutningskerfi að og frá sílóunum. Samtals munu sílóin vega 600 tonn tóm og 15.000 tonn þegar þau eru fullestuð af mjöli. Nánast öll framleiðsla [...]