Fjölmenni á myndlistarsýningu í smiðjum Héðins við Gjáhellu
Tæplega þrjú þúsund gestir heimsóttu sýninguna Listin í smiðju Héðins sem var haldin þann 1. október 2022. Sýningin var opin þennan eina dag frá klukkan 13 til 17 í vélasölum fyrirtæksins við Gjáhellu. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmæli fyrirtækisins. Sýnd voru verk úr merkri gjöf fjölskyldu Markúsar Ívarssonar, sem stofnaði Héðin ásamt Bjarna Þorsteinssyni árið 1922. Markús var fæddur 1884. Hann var járnsmiður að mennt og ástríðufullur safnari verka eftir listamenn samtíma síns. Studdi hann þannig meðvitað við ýmist listafólk sem bjó við kröpp kjör við upphaf ferils síns en átti síðar eftir [...]