Dótturfélagið Járnsteypan í Reykjavík
Árið 1933 var ákveðið að stofna Stálsmiðjuna, sameignarfélag vélsmiðjanna Héðins og Hamars. Kom Hamar með fyrirtækið Járnsteypuna í púkkið, sem átti eftir að leika stórt hlutverk í starfsemi Héðins en Járnsteypa varð grundvöllur í framleiðslu Héðins um og eftir miðbik síðustu aldar.