Varðskipið Þór 2

Heimkoman Varðskipið Þór kemur í heimahöfn á Íslandi í fyrsta sinn og er fagnað á viðeigandi hátt. Þór er hannaður af Rolls Royce Marine og allur aðalvélbúnaður skipsins er framleiddur af Rolls Royce og þjónustaður af Héðinsmönnum. Ljósmynd: Ólafur Hauksson/Héðinn

Samfelld saga með Rolls Royce Marine og Kongsberg

Héðinn var um árabil umboðsaðili Rolls Royce Marine-vélbúnaðar í skip og eina viðurkennda verkstæðið sem Rolls Royce Marine rak ekki sjálft. Árið 2019 rann Rolls Royce Marine inn í skipadeild norska fyrirtæksins Kongsberg, sem Héðinn er umboðsaðili fyrir, en saga samstarfsins við þessa alþjóðlegu iðnrisa í smíði véla og vélbúnaðar fyrir skip spannar meira en sjö áratugi.

Upphaf samstarfsins má rekja til þess þegar þjónusta við norsku Brattvaag-spilkerfin hófst árið 1951 en Héðinn framleiddi um árabil Brattvaag-spilkerfi með sérstöku leyfi.

Brattvaag og fjöldi þekktra framleiðslu- og þjónustufyrirtækja innan sjávarútvegs runnu saman við Rolls Royce Marine á síðustu öld og eru nú öll samankomin undir hatti Kongsberg.

Héðinn annast alla þjónustu á Íslandi fyrir Kongsberg, þar á meðal er sala búnaðar og lausna frá Kongsberg og Rolls Royce Marine, uppsetning, endurnýjun, viðhald og viðgerðir véla og vélbúnaðar.

Á siglufirði

Á Siglufirði Hér sjást löndunartæki sem Héðinn smíðaði fyrir Siglufjarðarhöfn. Þau voru svo stórvirk, að losa mátti togara með 300.000 lítra (3.000 hektólítra) farm á fimm til sex klukkustundum og voru bylting þegar þau voru tekin í notkun sumarið 1943. Þessi tæki voru ýmist kallaðir „tórar“ (dregið af elevator) eða „síldarbítar“. Samtímaheimildir herma að Siglfirðingum hafi þótt meira gaman að horfa á síldarbítin en að fara í bíó. Þessi tór var kallaður Rauðkutórinn. Ljósmynd: Höfundur óþekktur/Héðinn

Deildu sögunni

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.
18/09/2018|
Go to Top