Héðinn í 100 ár
Vagga iðnbyltingarinnar á Íslandi
Fyrsta húsnæði Héðins var í Aðalstræti 6, þar sem Morgunblaðshöllin var byggð síðar. Við Aðalstræti reis fyrsta iðnaðarhverfi Reykjavíkur.
Markús Ívarsson
Markús Kristinn Ívarsson fæddist 8. september 1884. Hann nam járnsmíði á Eyrarbakka og vélfræði við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1912 til 1913.
Bjarni Þorsteinsson
Bjarni fæddist í Reykjavík árið 1897. Að afloknu námi hjá föður sínum fór hann til Danmerkur og stundaði þar nám í vélaverkfræði og vann um tveggja ára skeið í hinum ýmsu deildum Flydedokken.
Dótturfélagið Járnsteypan í Reykjavík
Árið 1933 var ákveðið að stofna Stálsmiðjuna, sameignarfélag vélsmiðjanna Héðins og Hamars. Kom Hamar með fyrirtækið Járnsteypuna í púkkið, sem átti eftir að leika stórt hlutverk í starfsemi Héðins en Járnsteypa varð grundvöllur í framleiðslu Héðins um og eftir miðbik síðustu aldar.
Húsnæði og mannahald
Húsnæði Héðins hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Vélsmiðjan hafði í upphafi um 60 fermetra gólfflöt við Aðalstræti 6b árið 1922, en tuttugu árum síðar, 1942, var smiðjan komin á 489 fermetra við Seljaveg 2. Og þeir urðu enn þá fleiri þegar hið síðar sögufræga Héðinshús reis á lóðinni.
Sveinn í Héðni
Sveinn Guðmundsson var forstjóri Héðins í 47 ár. Eiginkona hans var Helga, dóttir Markúsar stofnanda fyrirtækisins og Kristínar Andrésdóttur.
Lífleg félagsstarfsemi í Héðinsnaustum
Starfsmannafélag Vélsmiðjunnar Héðins var stofnað 11. september 1939 og var því ætlað að halda uppi fræðslustarfsemi, og auka kynni meðal starfsfólksins.
Skarni og Kalka
Héðinn tók þátt í að þróa og smíða nýja og nútímalega sorpeyðingarstöð á Suðurnesjum í stað eldri verksmiðju sem hafði verið starfrækt í aldarfjórðung.
Helga Markúsdóttir og Eldsmiðurinn
Höfundur merkisins er Helga Markúsdóttir, dóttir Markúsar Ívarssonar stofnanda vélsmiðjunnar 30 árum fyrr.
Héðinn og járnsmiður Ásmundar
Það er bersýnilegt, eins og sjá má af þessum nöfnum, að margvísleg tengsl eru við Héðin – og það á nú enn frekar við um sjálft listaverkið, því sköpunarsaga þess hefst bókstaflega í Héðni.
Samfelld saga með Rolls Royce Marine og Kongsberg
Héðinn var um árabil umboðsaðili Rolls Royce Marine-vélbúnaðar í skip og eina viðurkennda verkstæðið sem Rolls Royce Marine rak ekki sjálft.
HPP-próteinverksmiðjan
Frá upphafi hafa tengsl Héðins og sjávarútvegs verið sterk. Þar á meðal annaðist Héðinn viðgerðir á togurum og fiskiskipum í flota Íslands.
Þátttaka í fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum
Héðinn hefur frá stofnun haft frumkvæði að eigin fjölbreyttum nýsköpunarverkum en líka komið að verkefnum annarra með sérþekkingu og reynslu.
Bræður við stjórn
Bræðurnir Sverrir og Guðmundur Sveinn synir Helgu, dóttur Markúsar Ívarssonar stofnanda Héðins og Sveins Guðmundssonar, forstjóra fyrirtækisins í 47 ár, skiptu með sér stjórn Héðins frá 1983 til 2016.
Uppstokkun í eignarhaldi
Sú aðferðafræði að skilja frá sem sjálfstæð fyrirtæki þá hluta sem þróast hafa í Héðni utan kjarnastarfseminnar, einfaldaði mjög möguleika til breytinga á eignarhaldi félagsins.
Sendu okkur línu
Fylltu út formið